Maturinn

Lesið meðal annars um…

Kattaeigendur – „sérfræðingar“ ekki bara í eigin ketti

Kettir eiga ekki að sitja við matarborðið

Matartími – helgistund bæði fyrir ketti og kattaeigendur

Bara að kettir gætu talað…

Þegar kötturinn vill ekki borða

Kettir eru sælkerar

yrst að finna lykt, síðan að borða

Andar að sér lykt

Kattaeigendur – „sérfræðingar“ekki bara í eigin ketti
Sá sem er ekki kattaeigandi finnst væntanlega undarlegt að kattaeigendur hafi svona mörg umhugsunarefni, spurningar og álit þegar kattamatur er annars vegar. En bæði kattaeigendur og við hjá CATLOUNGE vitum betur og finnst það alls ekki undarlegt, þvert á móti. Með virku sambandi við neytendur höfum við fengið mikilvægar upplýsingar.
Mjög margir kattaeigendur kjósa að bera fram tilbúinn kattamat á hverjum degi. Með hverri dós, bikar eða poka læra þeir meira og meira um vöruna, hvað varðar útlit, lykt, þéttleika og það hvernig kötturinn bregst við matnum. Þar sem kattamaturinn og sjálf máltíðin hefur mikla þýðingu hvað varðar meðferð kattaeigandans á kettinum er kattamaturinn bæði mikilvægur og áhugaverður fyrir kattaeigandann.

Kettir eiga ekki að sitja við matarborðið

Því miður álíta allt of margir kattaeigendur að það sé góð hugmynd að fóðra kettina með „afgöngum“ af matarborðinu. En kötturinn hefur þörf fyrir allt aðra samsetningu næringarefna og því er best að hann fái sérhæfðan kattamat. Líkami katta er ekki einfaldlega ekki gerður til að melta fæðu manna. Afleiðingin verður vannærður köttur. Ummerkin munu koma fram í minni vexti, ástandi hans og á feldinum.

Matartími – helgistund bæði hjá ketti og kattareiganda

Að fóðra litlu gæludýrin sín er oft nánast helgistund bæði fyrir köttinn og mömmu og pabba. Það mikilvægasta er auðvitað að kettinum líki maturinn en það er líka mikilvægt að kattaeigandinn sé ánægður og öruggur með kattamatinn.
Kötturinn lætur mjög fljótt í ljós hvort hann fái einmitt þann mat sem hann á von á. Hann þefar, borðar og nýtur matarins og gefur sér góðan tíma. Stundum malar hann meðan hann borðar og það heyrist í eldhúsinu. Eftir það dregur hann sig í hlé og sýnir mömmu eða pabba þakklæti, þvær sér svolítið og fer síðan á uppáhaldsstaðinn sinn til að hvíla sig – mjög glaður og ánægður með tilveruna. Kötturinn er reyndar nautnaseggur og það smitar út frá sér. Ef kötturinn hefur það gott hefur kattaeigandinn það líka gott.

Bara að kettir gætu talað…

En svo kemur fyrir að kettir vilja ekki borða. Okkur kattaeigendum finnst það nánast vera tilfinningalegt neyðarástand. Kötturinn horfir biðjandi á okkur, hjúfrar sig upp að fótunum, ber sig aumlega – og við vitum ekkert hvað er á seyði. Bara að kettir gætu talað.

Ef þetta endurtekur sig förum við kattaeigendur að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað athugavert við matinn eða köttinn. Við þefum af matnum.

Er lyktin af honum öðruvísi?
Við athugum þéttleikann, skoðum matarbitana og sannreynum allt – er þetta eins og það er venjulega? Hvað stendur á miðanum? Er þetta nýtt bragð eða önnur uppskrift? Við viljum gjarnan fá svar en kötturinn getur ekki talað.
Þetta er vandamál.

Þegar kettir vilja ekki borða

Yfirleitt er hvorki neitt að kettinum né matnum en hvað er þá að? Það eru margar ástæður fyrir því að fullvaxinn og heilbrigður köttur hafi litla matarlyst. Það getur t.d. verið afleiðing veðrabreytinga – að það sé of heitt. Ef til vill er fengitími hjá honum eða að hann hafi verið á ferðalagi. Hann getur þjáðst af söknuði – einhver í fjölskyldunni er e.t.v. farinn. Ef um er að ræða kött sem er stundum úti hefur hann kannski satt hungrið með mús eða fugli. Ef það er tilfellið þá er hann einfaldlega ekki hungraður og hefur ekki lyst á því sem er borið fyrir hann. Sumir kettir, sem vilja ekki borða, gera það til að fá mömmu eða pabba til að gefa sér nammi – það hefur kannski virkað áður.

Hér eru nokkur ráð til að bregðast við köttum sem fara í hungurverkfall:

Gefið kettinum alltaf heilfóður, þ.e.a.s. fóður sem er heildstætt og í góðu jafnvægi. Það þýðir að kötturinn fái öll næringarefnin í réttu magni jafnvel þótt aðeins sé um lítinn skammt að ræða.

Fóðrið á að bragðast vel. Gefið kettinum þann mat sem þið vitið að hann er yfirleitt sáttur við.

Prófið ykkur e.t.v. áfram með aðrar bragðtegundir. Kettir eru að eðlisfari forvitnir og vilja prófa eitthvað nýtt.

Gefið þetta í litlum skömmtum en gerið það oftar.

Hitið gjarnan fóðrið en ekki yfir 25 gráður.

Gætið þess að hafa alltaf ferskt vatn í drykkjarskálinni.

Ef kötturinn ykkar sýnir önnur merki um sjúkdóm og hefur litla matarlyst – sé sem sagt ekki bara í hungurverkfalli eigið þið að hafa samband við dýralækni eins fljótt og mögulegt er.

Kettir eru sælkerar

Þið bjóðið upp á síld sem er orðin aðeins of gömul. Kötturinn ykkar þefar áhugasamur af fiskinum en lítur ekki við honum. Kettir eru nefnilega sannir sælkerar. Hvernig getur það verið?

Fyrst að þefa, síðan að borða

Köttur þefar alltaf vandlega af matnum sem honum er gefinn áður en hann byrjar að borða hann. Því þótt kettir hafi lítið trýni eru u.þ.b. 67 milljónir af frumum í lyktarslímhimnunni inni í trýninu. Til samanburðar er maðurinn aðeins með 5-20 milljónir af frumum. Til þess að kötturinn geti þefað framleiða kirtilfrumurnar í trýninu vökva. Kirtilfrumurnar í trýni kattarins hafa það hlutverk. Ef maður skoðar vel sér maður að það kemur dropi fram í trýni kattarins ef hann ætlar að þefa af einhverju.

Andar að sér lykt

Stundum notar kötturinn aðra aðferð þegar hann þefar af einhverju. Hann andar að sér loftinu með hálfopinn munninn og uppbretta vör. Síðan lokar hann nösunum og tekur annað skynfæri í notkun, svokallað Jacobsons-líffæri. Þetta atferli sér maður aðallega í sambandi við kynmök.

Þetta Jacobsons-líffæri finnur maður líka hjá mönnum en hjá okkur gegnir það engu hlutverki. Það er þróaðast hjá slöngum sem „greina“ alla lykt einmitt með þessu líffæri.