Umhirða

Lesið meðal annars um umhirðu á…

Feldinum
Klónum
Tönnum
ofl

Passið vel upp á feldinn

Kettir með stutt hár og kettir með lengri hár í feldinum eru almennt sjálfir færir um að halda feldinum hreinum. Meðan þeir snurfusa sig örvar litla, hrjúfa tungan fitukirtlana og þannig vætuverja þeir feldinn og verja hann gegn vatni. Á þá staði á líkamanum sem kötturinn nær ekki til með tungunni notar hann loppurnar sem hann notar til að bursta feldinn. Þegar kötturinn ykkar snurfusar sig lítur það ekki bara vel út heldur er það líka þrifalegt og árangursríkt.
Af og til er það líka góð hugmynd að hjálpa kettinum ykkar svolítið með feldinn. Innikettir fara úr hárum allt árið. Með því að bursta feldinn reglulega sleppið þið við að fá hár í teppi og húsgögn og hlífið kettinum ykkar við öllum hárunum sem hann hefur sleikt af sér og geta valdið hárbollum. Önnur góð ástæða fyrir því að bursta kött er sú að flestir kettir njóta þess til fulls, sérstaklega þegar þeir eru orðnir vanir því.Svona burstið þið köttinn ykkar

Þið þurfið að nota bursta og járnkamb sem er bæði með fínum og grófum tindum. Dýrabúðir selja sérstaka kattabursta en þið getið sjálfsagt notað boginn hárbursta með náttúrulegum hárum sem þið eruð hætt að nota.
Setjið köttinn upp á borð og byrjið á því greiða feldinn með grófa endanum á járnkambinum. Síðan getið þið burstað feldinn vandlega með burstanum. Kött með stutt hár á að bursta eins og liggur í hárunum. Þið getið endað á því að fara í gegnum feldinn með fína endanum á járnkambinum. Burstið bara stutt í fyrsta skiptið þar til kötturinn ykkar hefur vanist þessu. Hrósið kettinum og gefið honum eitthvað gott á eftir, t.d. Whiskas® Kitbits. Það er mikilvægt að umhirða feldarins verði notaleg stund hjá ykkur báðum og þegar litli tígurinn ykkar hefur vanist því að láta bursta sig verður hann ánægður með það. Ef til vill upplifið þið það meira að segja að kötturinn ykkar nuddi sig blíðlega upp að hárburstanum jafnvel þegar ykkur finnst að þið hafið lokið ykkur af.Ef kötturinn ykkar er með langt hár þarf að bursta hann oftar svo að feldurinn flækist ekki.Fylgist vel með ketti sem er að eldast

Eftir því sem kötturinn ykkar verður eldri verður hann ekki eins virkur og þarf að fá meiri aðstoð frá ykkur. Hættan á sjúkdómum verður líka meiri og þess vegna er það góð hugmynd að bursta köttinn ykkar reglulega svo þið getið fylgst náið með honum. Takið eftir því hvort feldurinn og húðin sé í lagi, athugið hvort það séu einhver sár og önnur merki um sníkjudýr og flær og gætið að hnútum, kúlum og öðru athugaverðu. Ef eitthvað er ekki eins og það á að vera hafið þá samband við dýralækni.

Allt um klær

Útiköttur getur þurft að nota klærnar við margar aðstæður svo það á ekki að klippa þær!
Innikettir geta aftur á móti fengið langar klær, sérstaklega eldri kettir sem eru ekki eins virkir og eru þess vegna sjaldan með klærnar úti.Klærnar á þeim geta orðið svo langar að þær hringast og verða inngrónar í gangþófann. Það er þess vegna mikilvægt að þið fylgist með þeim og passið að stytta þær. Það er þó ekkert sem bendir til þess að kettir, sem klærnar hafa verið klipptar á, skerpi þær minna á húsgögnum og þess háttar. Ef þið klippið klærnar á kettinum ykkar þurfið þið að passa að nota klóaklippur. Þið þrýstið á loppu kattarins á milli innsta og ysta gangþófa þannig að klærnar komi fram. Klippið alltaf klóna beint yfir, þ.e.a.s þversum til að forðast að klóin trosni. Innar í klónni eru taugar sem má ekki klippa. Ef þið klippið of mikið af klónum þannig að það fari að blæða þurfið þið ekki að hafa áhyggjur því taugarnar eru upp við gangþófann.
Vefjið handklæði utan um köttinn áður en þið klippið klærnar því þannig er auðveldara að halda honum föstum.

Allt um eyru

Þótt eyru katta hreinsi sig sjálf frá náttúrunnar hendi geta þau valdið kettinum ykkar óþægindum svo það er nauðsynlegt að þið lítið á þau einu sinni í viku. Sumir kettir eru með mikinn eyrnamerg og í hann getur sest ryk og óhreinindi sem valda ertingu. Aðrir kettir eru með mjög þurra húð innan á ytra eyranu þannig að húðin flagnar. Þetta getur leitt til þess að kötturinn klórar og krafsar og þá getur myndast sár ef þið grípið ekki inn í.Þið þurfið að vera mjög gætin með eyru kattarins. Hreinsið þau með bómullarpinna en farið ekki lengra inn en svo að þið sjáið alltaf hvað þið eruð að gera. Svolítil matarolía á bómullarpinnanum leysir upp eyrnamerg og önnur óhreinindi og mýkir þurru húðina. Alla aðra umhirðu og skoðun á eyrum kattarins eigið þið að láta dýralækni um.

Allt um augu

Augun segja mikið um þrif kattarins ykkar. Frískur köttur er með hrein og skýr augu. Flestir kettir eru þó öðru hvoru með svolitlar stírur í augnkrókunum, það er mjög algengt. En ef það rennur úr augum kattarins þurfið þið að fylgjast með því að það vari ekki lengi. Hætti það ekki af sjálfu sér er mikilvægt að þið hafið samband við dýralækninn. Notið aldrei sterkari augnskolunarefni en volga saltvatnsupplausn og pappírsþurrku ef þið ætlið að fjarlægja stírur úr augum kattarins ykkar.
Allt um tennur
Kettir fá sjaldan holur í tennurnar en þeir geta fengið tannstein. Tannsteinn sést sem móleitt lag innan á tönnunum og ef það kemur of mikið af honum getur það orðið sársaukafullt fyrir köttinn og gæti að lokum leitt til þess að hann missi tennur. Besta lækningin við tannsteini er að gefa kettinum ykkar virkilegt tækifæri til að nota tennurnar. Þurrfóður er gott til að tryggja góða tannheilsu kattarins ykkar.
Það eru ekki margir sem bursta tennurnar í köttunum sínum en það er reyndar mjög góð hugmynd. Það eru til tannburstar og tannkrem fyrir ketti. Þið getið keypt það hjá dýralækninum og þar getið þið látið sýna ykkur hvernig þið eigið að fara að þegar þið viljið bursta tennurnar í kettinum ykkar. Stærsta vandamálið er að fæstir kettir eru til í að láta bursta í sér tennurnar ef þeir hafa ekki verið vandir á það frá því að þeir voru kettlingar. Hins vegar eru flestir kettir ánægðir með að fá nammi af og til og ef þið veljið t.d. Whiskas® Dentabits eruð þið um leið að gera eitthvað gott fyrir tennur kattarins ykkar. Það dregur úr tannsýklu og skán á tönnunum og virkar eins og tannbursti fyrir ketti. Fylgist með munni kattarins til að uppgötva tannvandamálin áður en þau verða alvarleg. Rautt og þrútið eða bólgið tannhold þarf dýralæknir að meðhöndla og það þarf að fjarlægja tannstein áður en lögin verða of þykk því annars fær kötturinn ykkar meltingartruflanir og verki. Andremma, slef og erfiðleikar við að borða geta verið merki um að kötturinn ykkar sé með tannvandamál.