Næringarefni fyrir kisur

Listi yfir næringarefni sem eru kisum nauðsinleg og hvers vegna!

B-vítamín
B-vítamín er nauðsynlegt vegna margs konar líkamsstarfsemi, t.d. til að framleiða orku, melta amínósýrur og til framleiðslu á DNA.

Bíótín
Bíótín er nauðsynlegt næringarefni sem auðveldar líkamanum að brjóta niður prótín og stuðlar að heilbrigðum feldi. Með öðrum næringarefnum stuðlar bíótín að heilbrigðri húð og gljáandi feldi.

Kalsíum
Kalsíum er steinefni sem er í miklu magni í líkamanum. Það styrkir tennurnar og beinin og það er mikilvægt að ungir kettir fái rétta magnið til að fá sem bestan vöxt á beinagrind og vöðvum á þessum mikilvæga vaxtartíma. Kalsíum hefur líka mikla þýðingu fyrir storknun blóðs auk tauga- og vöðvavirkni.

Járn
Járn er nauðsynlegur þáttur í ensímum og blóðrauða (prótíninu sem flytur súrefni um líkamann). Járnskortur getur valdið blóðleysi, hamlað vexti eða aukið hættuna á sjúkdómum eða streitu.

Línólsýra
Línólsýra er mikilvæg, ómettuð omega-6 fitusýra. Hún sinnir mörgum hlutverkum í líkamsstarfseminni og stuðlar að heilbrigðri húð og feldi. Skortur á línólsýru veldur því að feldurinn verður mattur og þurr auk þess sem hann getur valdið hárlosi og sjúkdómum í húð.

Lútín
Lútín er andoxunarefni sem finnst í flauelsblómaseyði. Það verndar gula blettinn í nethimnu augans og er mikilvægt fyrir hjarta- og æðakerfi og heldur húðinni heilbrigðri.

Náttúrulegar trefjar – sellulósi
Trefjar og sellulósi geta dregið úr myndun hárbolta. Þær valda því að hárið á auðveldara með að fara í gegnum meltingarkerfið og hindra að hárið festist í hálsinum.

Náttúrulegar trefjar – sykurrófumassi
Trefjar eins og þær sem eru í sykurrófumassa meltast af góðkynjaðri bakteríu í ristlinum. Þær halda maganum í lagi og koma í veg fyrir daunillan vindgang.

Jurtaseyði – Yucca Schidigera
Kattafóður, sem inniheldur seyði úr Yucca Schidigera, hefur reynst draga úr óþægilegri lykt úr kattakassanum. Þetta næst með því að minnka magn daunillra sameinda (t.d. ammoníaks og súlfata) í kattaskít.

Fosfór
Fosfór er mikilvægt steinefni sem gegnir mörgum mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Það hefur úrslitaáhrif við myndun beina og tanna og það er mikilvægt að ungir kettir fái rétt magn til að tryggja heilbrigðan vöxt.

Prótín 
Prótín eru mikilvæg fyrir gerð og uppbyggingu vefja, endurnýjun frumna og venjuleg efnaskipti. Prótínið kemur með amínósýrurnar sem eru nauðsynlegar í uppvextinum og í þróun vöðvanna.

Tárín
Tárin er mikilvæg amínósýra fyrir ketti. Það  er mikilvægt í sambandi við þróun og virkni nethimnunnar auk þess sem það stuðlar að því að hjartað starfi á sem bestan hátt. Tárínskortur getur leitt til veikingar á hjarta og í verstu tilfellum til hjartabilunar.

A-vítamín
A-vítamín -sem er líka þekkt sem retínól- er nauðsynlegt fyrir sjónina. Það er líka mikilvægt til að viðhalda heilbrigðri húð og beinauppbyggingu.

C-vítamín
C-vítamín -sem er líka þekkt sem askorbínsýra- er  mikilvægt andoxunarefni sem er lífsnauðsynlegt fyrir heilbrigða frumumyndun og -fjölgun. Það hefur úrslitaáhrif varðandi það að sár grói og styrkir náttúrulegar varnir líkamans. Auk þess er það lífsnauðsynlegt við framleiðslu á bandvef og beinmassa.

E-vítamín
E-vítamín -eða tókóferól- er andoxunarefni sem ver frumurnar fyrir sindurefnum. Það er mikilvægt fyrir bein og frjósemi auk heilbrigðs blóðs, vöðva og tauga.

Sink
Sink er snefilefni sem er mikilvægt fyrir margs konar líkamsstarfsemi, þ.á m. náttúrulegar varnir líkamans. Það heldur kettinum virkum og sér til þess að húð, feldur og augu séu heilbrigð og gegnir mikilvægu hlutverki við meltingu á fitu og prótínum.