Næm tunga

3898128_naem_tunga

Kettir geta greint á milli bragðsins af sætu, súru, söltu og beisku en sýna sætu lítinn áhuga (það skýrir hvers vegna kettir eru sjaldan hrifnir af ávöxtum og sælgæti). Það eru bragðlaukarnir, eða hinir svonefndu nabbar sem eru á tungunni, sem gera það að verkum að kötturinn skynjar mismunandi bragðtegundir. En stóru, grófu nabbarnir á miðri tungunni greina þó ekkert bragð en gagnast aðallega við að þrífa feldinn og mylja matinn.

Kettir hafa óvenju gott bragðskyn og eru duglegir í því að greina á milli mismunandi bragðtegunda. Það er því auðvelt fyrir þá að greina á milli fuglakjöts, nautakjöts, lambakjöts, o.s.frv.

Tungan er líka næm hvað varðar hitabreytingar. Forfeður kattanna átu bráð sína meðan hún var nýveidd og enn þá heit og þess vegna eru kettir okkar tíma hrifnir af volgum mat (en hann má ekki vera of heitur). Kattamatur, sem er geymdur í kæliskáp, má gjarnan standa á borði í svolítinn tíma áður en hann er borinn fyrir köttinn.