Vatn

Auðvitað er vatn lífsnauðsynlegt!

Kötturinn samanstendur, alveg eins og við mennirnir, af rúmlega 60% vatni. Þessi vökvi er gríðarlega mikilvægur fyrir líkamann. Við skulum minnast á örfá atriði: Vatnið flytur lífsnauðsynleg efni úr fæðunni í gegnum þarmana út í blóðið. Það stýrir efnafræðilegum viðbrögðum, stjórnar líkamshitanum og eflir meltinguna. Án vatns getur köttur lifað í nokkra daga en hann getur verið án matar í talsvert lengri tíma.

Köttur er alltaf að gefa frá sér vatn með hægðunum, þvaginu og útöndunarloftinu. Það verður að bæta fyrir þetta vökvatap á hverjum degi. Þess vegna hefur kötturinn þörf á ákveðnu magni af vatni á hverjum degi.

Hve mikið af vatni þarf kötturinn eiginlega að fá?
Menn geta gengið út frá því að köttur þurfi að meðaltali að fá 80 ml af vatni á hvert kíló af líkamsþyngd á hverjum degi. Margir kattaeigendur vita að kötturinn þeirra getur ekki drukkið svo mikið. Hvernig fullnægir hann þá þörf sinni fyrir vökva?
Mestan hluta hans fær kötturinn í matnum. Blautfóður innheldur auðvitað vökva í hráefninu. Það er því ekki mikil þörf á aukaskammti af vökva ef maður fóðrar með dósamat eða skammtapokum. Í þurrfóðri er þó búið að fjarlægja mestan hluta vökvans. Maður verður þess vegna að gæta þess að kötturinn fái meira af vatni þegar hann borðar þurrfóður.